Hollendingurinn Frank de Boer er oft sagður versti stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar.
Hann var aðeins við stjórnvölin í 77 daga hjá Crystal Palace árið 2017 en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum og mistókst að skora. Þar á undan var hann stjóri Inter í 85 daga.
Hann var aðeins við stjórnvölin í 77 daga hjá Crystal Palace árið 2017 en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum og mistókst að skora. Þar á undan var hann stjóri Inter í 85 daga.
Þessi 55 ára gamli Hollendingur stýrði síðast Al Jazira í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hann hefur verið atvinnulaus undanfarin tvö ár.
„Aldrei að segja aldrei en ég er ekkert mjög spenntur. Ég sakna alls ekki neikvæðninnar," sagði De Boer.
„Ég er afi, vinn fyrir UEFA og í sjónvarpinu hjá Viaplay, ég á hús á Spáni og fæ að spila mikið padel. Ég er mjög ánægður með lífið."
Athugasemdir

