Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. nóvember 2025 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert skoraði í Íslendingaslag - Napoli tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert Guðmundsson var á skotskónum þegar Fiorentina heimsótti Genoa í ítölsku deildinni í dag.

Hann var í byrjunarliði Fiorentina og Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa. Þeir eru báðir í landsliðshópnum fyrir leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM.

Genoa komst yfir eftir stundafjórðung en Albert jafnaði metin fimm mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Lorenzo Colombo klikkaði á vítaspyrnu fyrir Genoa snemma í seinni hálfleik og Roberto Piccoli kom Fiorentina yfir stuttu síðar.

Colombo jafnaði hins vegar metin og tryggði Genoa stig. Fiorentina er á botninum og bíður enn eftir fyrsta sigrinum en Genoa er í 18. sæti og hefur aðeins unnið einn leik.

Bologna vann frábæran sigur gegn Napoli en Napoli er í 3. sæti með 22 stig og Bologna í 5. sæti með 21 stig.

Sassuolo er í 8. sæti með 16 stig eftir sigur gegn Atalanta sem er í 13. sæti með 13 stig.

Atalanta 0 - 3 Sassuolo
0-1 Domenico Berardi ('29 , víti)
0-2 Andrea Pinamonti ('47 )
0-3 Domenico Berardi ('66 )

Genoa 2 - 2 Fiorentina
1-0 Leo Ostigard ('15 )
1-1 Albert Gudmundsson ('20 , víti)
1-1 Lorenzo Colombo ('50 , Misnotað víti)
1-2 Roberto Piccoli ('57 )
2-2 Lorenzo Colombo ('60 )

Bologna 2 - 0 Napoli
1-0 Thijs Dallinga ('50 )
2-0 Jhon Lucumi ('66 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
4 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner