Sonur Darren Fletcher bjargaði 88 ára gamalli hefð hjá Manchester United þegar hann var í leikmannahópi liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Man Utd hefur verið með leikmann úr akademíu sinni í hverjum einasta leikmannahópi síðan 1937.
Man Utd hefur verið með leikmann úr akademíu sinni í hverjum einasta leikmannahópi síðan 1937.
Kobbie Mainoo hefur verið hluti af hópnum í upphafi tímabilsins og séð til þess að hefðin haldi, en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í gær.
Því kom Jack Fletcher inn í hópinn og bjargaði hefðinni. Núna hefur hún staðið í 4332 leiki samfleytt.
Fletcher er 18 ára gamall og á framtíðina fyrir sér. Faðir hans spilaði lengi á miðjunni hjá Man Utd og er í dag þjálfari U18 liðs félagsins.
Athugasemdir




