Það eru tvö Íslendingalið á toppnum í dönsku deildunum eftir gærdaginn. Lyngby er á toppi B-deildarinnar og í C-deildinni er AB á toppnum.
Ísak Snær Þorvaldsson spilaði allan tímann þegar Lyngby vann 0-3 útisigur gegn B93. Lyngby stefnir aftur upp í dönsku úrvalsdeildina og er á toppnum þegar 16 leikir eru búnir.
Ísak Snær Þorvaldsson spilaði allan tímann þegar Lyngby vann 0-3 útisigur gegn B93. Lyngby stefnir aftur upp í dönsku úrvalsdeildina og er á toppnum þegar 16 leikir eru búnir.
Í C-deildinni vann AB frá Kaupmannahöfn 3-1 sigur á Vendsyssel eftir að hafa lent 0-1 undir. Adam Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson eru leikmenn AB en þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Guðjónsson sem er að öllum líkindum að taka við FH.
AB er með fimm stiga forskot á toppnum í C-deild eftir að hafa spilað 15 leiki.
Hálfur Íslendingur með þrennu
Hinn norsk íslenski Eyþór Björgólfsson hefur verið að gera frábæra hluti með Umea í næst efstu deild í Svíþjóð að undanförnu.
Hann skoraði þrennu í gær þegar Umea vann 1-4 útisigur á Utsikten í lokaumferð deildarinnar. Umea endaði á botninum en Eyþór endaði samt sem áður sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk. Það er því ólíklegt að hann fari niður með Umea en samningur hans er að renna út eftir tímabilið.
Álasund fer í umspil
Þá er Íslendingalið Álasund á leið í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lent í fjórða sæti B-deildarinnar þar í landi.
Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum í markalausu jafntefli gegn Hödd í gær í lokaumferð deildarinnar á meðan Ólafur Guðmundsson var ónotaður varamaður.
Athugasemdir



