Pep Guardiola stýrir sínum 1000. leik á ferlinum á morgun þegar Man City mætir Liverpool.
Liðin hafa háð mikla toppbaráttu undanfarin ár en Guardiola viðurkenndi að hann saknaði Jurgen Klopp fyrrum stjóra Liverpool.
Sky Sports birti viðtal við Guardiola þar sem stjórar sem hafa stýrt yfir þúsund leikjum óskuðu honum til hamingju með áfangan. Klopp var einn af þeim sem sendi honum skilaboð.
Liðin hafa háð mikla toppbaráttu undanfarin ár en Guardiola viðurkenndi að hann saknaði Jurgen Klopp fyrrum stjóra Liverpool.
Sky Sports birti viðtal við Guardiola þar sem stjórar sem hafa stýrt yfir þúsund leikjum óskuðu honum til hamingju með áfangan. Klopp var einn af þeim sem sendi honum skilaboð.
„Vinur, velkominn í þúsund leikja klúbbinn. Ég trúi því ekki að þú sért svona unglegur og ert búinn að ná þessum ótrúlega áfanga. Ég þarf ekki að segja að ég náði þessu fyrir 81 leik síðan, örugglega í eina skiptið sem ég hef verið á undan þér í einhverju," sagði Klopp léttur.
„Það var ánægja og heiður að mæta þér svona oft á ferlinum. Þetta voru erfiðustu leikirnir en leikir sem ég hafði mest gaman af því þú ert innblástur fyrir okkur öll. Njóttu dagsins og þú fagnar þessu kannski með rauðvínsglasi."
Athugasemdir





