Rob Edwards er að yfirgefa Middlesbrough en hann mun taka við Wolves og skrifa undir þriggja og hálfs árs samning, David Ornstein hjá The Athletic greinir frá þessu.
Félögin hafa komist að samkomulagi um að Wolves borgi Middlesbrough þrjár milljónir punda fyrir þennan 42 ára gamla stjóra en samningur hans við Middlesbrough rennur út árið 2028.
Wolves vinnur nú að því að ráða menn í þjálfarateymið en níu starfsmenn yfirgáfu félagið þegar Vitor Pereira var rekinn.
Edwards skilur við Middlesbrough í 2. sæti Championship deildarinnar en hann mun mæta til Wolves í dag og skrifa undir samning. Edwards lék yfir 100 leiki með Úlfunum frá 2004-2008.
Athugasemdir



