Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 21:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Inter og Roma jöfn á toppnum
Mynd: EPA
Roma fékk tækifæri til að komast á toppinn í ítölsku deildinni eftir að Napoli tapaði gegn Bologna í dag.

Roma fékk Udinese í heimsókn og Lorenzo Pellegrini kom Roma yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Zeki Celik bætti öðru markinu við þegar hann skoraði eftir sendingu frá Gianluca Mancini út í teiginn.

Það reyndist sigurmarkið og Roma komst á toppinn í nokkra klukkutíma því Inter hrifsaði það af þeim eftir sigur gegn Lazio.

Lautaro Martinez kom Inter yfir strax í upphafi leiksins þegar hann skoraði með frábæru skoti í fjærhornið. Ange-Yoan Bonny innsiglaði sigur Inter með skoti á opið markið úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Federico Dimarco.

Inter 2 - 0 Lazio
1-0 Lautaro Martinez ('3 )
2-0 Ange-Yoan Bonny ('62 )

Roma 2 - 0 Udinese
1-0 Lorenzo Pellegrini ('42 , víti)
2-0 Zeki Celik ('61 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner