Man Utd er með 1-0 forystu gegn Tottenham í Lundúnum í hálfleik í fyrsta leik 11. umferðar í úrvalsdeildinni.
Bryan Mbeumo skoraði markið með skalla en Tottenham hefur fengið gagnrýni fyrir varnarleikinn.
Micky van de Ven ætlaði að hreinsa boltann út úr teignum en skaut í Bruno Fernandes. Boltinn barst til Amad Diallo sem átti fyrirgjöf sem fór á kollinn á Mbeumo sem skoraði.
Bryan Mbeumo skoraði markið með skalla en Tottenham hefur fengið gagnrýni fyrir varnarleikinn.
Micky van de Ven ætlaði að hreinsa boltann út úr teignum en skaut í Bruno Fernandes. Boltinn barst til Amad Diallo sem átti fyrirgjöf sem fór á kollinn á Mbeumo sem skoraði.
„Þetta var mjög slök dekkning hjá Spurs. (Brennan) Johnson kom tilbaka en var ekki nógu nálægt. Það var nóg af leikmönnum í teignum til að vera nær sóknarmönnunum, sérstaklega Mbeumo sem er helsta ógn Man Utd. Mjög lélegur varnarleikur hjá þeim," sagði Stuar Pearce hjá TalkSport.
Athugasemdir





