Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 14:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Ótrúlegar lokamínútur í Lundúnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham 2 - 2 Manchester Utd
0-1 Bryan Mbeumo ('32 )
1-1 Mathys Tel ('84 )
2-1 Richarlison ('90 )
2-2 Matthijs de Ligt ('90 )

Tottenham og Man Utd áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurvegarinn gat komist upp í 2. sæti deildarinnar tímabundið að minnsta kosti.

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur en Bryan Mbeumo sá til þess að Man Utd var með forystuna þegar flautað var til hálfleiks.

Tottenham var í miklum vandræðum með að koma boltanum úr vítateignum. Pape Sarr átti hættulega sendingu á Micky van de Ven sem ætlaði að hreinsa frá en skaut boltanum í Bruno Fernandes.

Boltinn barst að lokum til Amad Diallo sem átti fyrirgjöf á kollinn á Mbeumo sem skallaði boltann í netið.

Senne Lammens kom í veg fyrir að Tottenham næði að jafna í tvígang snemma í seinni hálfleik. Hann varði vel frá Cristian Romero og stuttu síðar átti Joao Palhinha góða tilraun en Lammens varði frá honum.

Mathys Tel kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og fimm mínútum síðar jafnaði hann metin þegar hann sneri Matthijs de Ligt af sér og skoraði með föstu skoti úr teignum.

Van de Ven kom í veg fyrir að Benjamin Sesko næði að koma Man Utd yfir strax í kjölfarið. Sesko kom inn á sem varamaður en hann meiddist eftir tæklingu Van de Ven og þurfti að fara af velli. Ruben Amorim var búinn með skiptingarnar og Man Utd var því manni færri síðustu mínúturnar.

Wilson Odobert átti skot að marki í uppbótatíma og Richarlison stýrði boltanum í netið með höfðinu og kom Tottenham yfir.

Leiknum var ekki lokið því De Ligt jafnaði metin í blálokin þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Bruno Fernandes og tryggði Man Utd stig.

Tottenham er í 3. sæti með 18 stig en Man Utd er í 7. sæti með jafn mörg stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Everton 11 3 4 4 10 13 -3 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 3 5 12 14 -2 12
16 Burnley 11 3 2 6 12 19 -7 11
17 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
18 West Ham 11 2 2 7 10 21 -11 8
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir