Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 08. nóvember 2025 21:30
Sölvi Haraldsson
Rogers skrifar undir sex ára samning við Aston Villa
Mynd: EPA
Morgan Rogers mun skrifa undir nýjan 6 ára samning við Aston Villa á næstu dögum. En þetta herma heimildir Sky Sports.

Englendingurinn hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í Villa treyunni. Rogers var orðaður úr Aston Villa fyrir stuttu síðan en er núna að skrifa undir nýjan 6 ára samning við félagið.

Rogers hefur byrjað alla 10 leiki Aston Villa á leiktíðinni. Í þeim hefur hann lagt upp tvö mörk en einungis skorað eitt. Næsti leikur Aston Villa er á morgun gegn Bournemouth á Villa Park klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner