Það halda kannski einhverjir að Xherdan Shaqiri sé einfaldlega hættur í fótbolta, en það er svo sannarlega ekki rétt.
Shaqiri er enn í fullu fjöri en hann er í dag að spila með Basel í heimalandi sínu Sviss og hann heldur áfram að hrella varnarlínur.
Shaqiri er enn í fullu fjöri en hann er í dag að spila með Basel í heimalandi sínu Sviss og hann heldur áfram að hrella varnarlínur.
Hann fór á kostum á fimmtudagskvöld þegar Basel vann 3-1 sigur gegn Steaua frá Búkarest. Hann skoraði tvö, lagði upp eitt og var langbesti maður vallarins.
Eftir að hafa leikið með Bayern, Inter og Liverpool þá fór Shaqiri í MLS-deildina og spilaði með Chicago Fire frá 2022 til 2024. Ferill hans dó hins vegar ekki þar en hann er núna 34 ára að gera góða hluti í heimalandinu.
Shaqiri er búinn að koma að 19 mörkum nú þegar á tímabilinu en hann hefur alls komið að 62 mörkum í 59 leikjum með Basel frá því hann sneri þangað aftur.
Það er gjörsamlega stórkostlegt en töfrarnir eru alls ekki farnir úr fótum Shaqiri.
Athugasemdir





