Mikkel Arteta, þjálfari Arsenal, segist nota gervigreindina í starfi sínu og að tæknin geti hjálpað honum að koma með taktískar ráðleggingar fyrir leiki.
„Þessi tækni er ótrúlega góð ef hún er notuð rétt og það er spurt hana réttar spurningar. Það er verið að nota gervigreindina í ýmislegt og ég er byrjaður að nýta mér þessa tækni. Þetta mun bara hjálpa okkur að bæta okkur eða að minnsta kosti gefa okkur eitthvað til að hugsa um sem gæti bætt okkur.“ sagði Spánverjinn.
Laura Harvey, þjálfari kvennaliðs Seattle Reigns, segist nota þetta sömuleiðis mikið í sínu starfi. Hún þjálfaði kvennalið Arsenal árin 2010-2012. Laura segir að hún hafi í tveimur deildarleikjum undanfarið stillt upp 5 manna varnarlínu gegn liðum sem gervigreindin ráðleggur henni að spila við þannig.
Athugasemdir



