PSG er með tveggja stiga forystu á toppnum í frönsku deildinni eftir nauman sigur gegn Lyon í kvöld. PSG var 2-1 yfir í hálfleik en Ainsley Maitland-Niles jafnaði metin í 2-2 snemma í seinni hálfleik.
Nicolas Tagliafico, leikmaður Lyon, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Nicolas Tagliafico, leikmaður Lyon, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Tveimur mínútum síðar tryggði Joao Neves PSG stigin þrjú þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið tapaði 2-0 gegn Strasbourg. Lille er í 5. sæti með 20 stig, tveimur stigum á eftir Strasbourg sem er í 4. sæti.
Athugasemdir




