Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. nóvember 2025 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola eftir þúsundasta leikinn: Leikmennirnir gáfu mér góða gjöf
Mynd: EPA
Pep Guardiola stýrði sínum 1000. leik á ferlinum þegar Man City vann frábæran sigur gegn Liverpool. Guardiola ætlar að fagna með fjölskyldunni í landsleikjahléinu.

„Leikmennirnir gáfu mér góða gjöf með þessari frammistöðu gegn meisturunum. Við urðum að spila vel og margt gott gerðist," sagði Guardiola.

„Þetta var mjög gott varnarlega. Við vitum að þeir eru hættulegir í hlaupum aftur fyrir vörnina með Salah og gæði Szoboszlai og Wirtz. Við fengum góða orku frá stuðningsmönnunum, að spila heima og vinna er gott fyrir landsleikjahléið."

Jeremy Doku átti frábæran leik en var þetta besta frammistaðan hans í búningi City?

„Ein sú besta hingað til. Conor Bradley er svo hraður, ég sá hann gegn Vinicius Junior. Við spiluðum mjög góðan leik."

Athugasemdir
banner
banner