Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 22:30
Sölvi Haraldsson
Spánn: Villareal og Atletico Madrid með örugga sigra
Sevilla vann sinn leik í dag.
Sevilla vann sinn leik í dag.
Mynd: EPA
Atletico Madrid fékk Levante í heimsókn í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks en Levante jafnaði leikinn fljótlega. Um klukkutímaleik skoraði Griezmann mikilvægt mark en hann tvöfaldaði síðan markareikninginn sinn 20 mínútum síðar þegar hann innsiglaði 3-1 sigur heimamanna.

Fleiri leikir voru spilaðir í La Liga í dag. Villareal og Espanyol mættust á RCDE vellinum, heimavelli Espanyol, í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna. Mörk gula kafbátsins skoruðu Alberto Moleiro og Gerard Moreno.

Sevilla fékk Osasuna í heimsókn í La Liga klukkan 15:15 í dag. Hálfleliksstaðan var 0-0 en snemma í seinni hálfleiknum braut Ruben Vargas ísinn af vítapunktinum og kom Sevilla mönnum yfir.

Þetta reyndist vera eina mark leiksins og Sevilla tók þar mikilvægan sigur. Með sigrinum fer Sevilla upp í 9. sæti deildarinnar en Osasuna eru í 15. sæti, tveimur stigum frá falli.

Sevilla 1 - 0 Osasuna
1-0 Ruben Vargas ('51 , víti)

Atletico Madrid 3 - 1 Levante
1-0 Adrian De La Fuente ('12 , sjálfsmark)
1-1 Manuel Sanchez ('21 )
2-1 Antoine Griezmann ('61 )
3-1 Antoine Griezmann ('80 )

Espanyol 0 - 2 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('43 )
0-2 Alberto Moleiro ('57 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner
banner
banner