Marcus Rashford hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili en hann er á láni frá Man Utd.
Rashford lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri gegn Celta Vigo í gær. Hann lagði bæði mörkin upp á Robert Lewandowski sem skoraði þrennu og Lamine Yamal skoraði eitt.
Rashford lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri gegn Celta Vigo í gær. Hann lagði bæði mörkin upp á Robert Lewandowski sem skoraði þrennu og Lamine Yamal skoraði eitt.
Rashford er þá kominn með sex stoðsendingar í deildinni og er með flestar stoðsendingar ásamt Luis Milla leikmanni Getafe. Auk þess hefur Rashford skorað tvö mörk í deildinni.
Arda Guler hefur lagt upp fimm mörk en Lamine Yamal og Vinicius Junior eru meðal leikmanna sem hafa lagt upp fjögur mörk.
Athugasemdir




