Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin virkilega efnilega Fanney Lísa framlengir við Stjörnuna (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Lísa Jóhannesdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Fyrri samningur hefði runnið út í lok árs.

Hún er fædd árið 2009, er U19 landsliðskona sem kom við sögu í 21 deildarleik með Stjörnunni í sumar.

Hún var eftirsótt, var m.a. orðuð við Val hér á Fótbolti.net fyrr á þessu ári og sagt frá því að það félög erlendis væru með augastað á henni.


Tilkynning Stjörnunnar
„Við erum gríðarlega ánægð að tilkynna að Fanney Lísa Jóhannesdóttir hefur framlengt samning sinn við félagið!

Fanney er virkilega efnilegur leikmaður sem hefur sýnt miklar framfarir og mikinn metnað í sínum leik. Hún tók þátt í 21 leik á síðasta tímabili og hefur verið traustur og öflugur liðsmaður innan hópsins.

Við hlökkum til að sjá Fanney Lísu halda áfram að vaxa og dafna í Stjörnutreyjunni!

Til hamingju Fanney & Stjarnan!
Athugasemdir
banner
banner