Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ballon d'Or klásúla í samningi Hákonar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FC Kaupmannahöfn setti Ballon d'Or klásúlu í samning Hákonar Arnars Haraldssonar þegar hann var seldur til Lille í Frakklandi sumarið 2023.

Hákon var seldur fyrir um 15 milljónir evra en í samningnum eru klásúlur sem gætu hækkað þá upphæð.

Daniel Rommedahl, fyrrum starfsmaður FCK, sagði frá klásúlunni í samtali við hlaðvarpið Transferguru.

„Í samkomulaginu við Lille er klásúla ef Hákon Haraldsson vinnur Ballon d'Or þá fær FCK ákveðna upphæð. Maður veit aldrei," sagði Rommedahl.

„Þetta er bara lína í samningnum sem kostar ekki neitt."

Hákon hefur leikið mjög vel með Lille en er langt frá því að vinna Ballon d'Or verðlaunin á þessum tímapunkti. Þau eru veitt besta leikmanni heims ár hvert.
Athugasemdir
banner
banner