Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 17:05
Sölvi Haraldsson
Þýskaland: Þrír hádramatískir leikir - Kane stal stigi
Mynd: EPA
Dramatíkin er allsráðandi í Þýsku deildinni í dag. Fjórir leikir voru að klárast og í þremur af þeim kom mark í uppbótartíma sem réði úrslitum.

Bayern Munchen heimsóttu Union Berlin í dag og gerðu 2-2 jafntefli þar sem Harry Kane jafnaði leikinn fyrir gestina á 93. mínútu. Bayern eru á toppi deildarinnar eftir 10 leiki en þetta er fyrsti deildarleikurinn þeirra sem þeir vinna ekki.

Bayer Leverkusen slátraði FC Heidenheim 6-0. Heidenheim er á botni deildarinnar með 5 stig en þeir sáu varla til sólar í leik dagsins.

Hamburg heimsótti Borussia Dortmund og stal stigi þar með seinustu spyrnu leiksins. Það var Königsdörffer sem jafnaði leikinn fyrir gestina á 97. mínútu leiksins.

Tveir aðrir leikir voru spilaði í þeirri Þýsku í dag en Hoffenheim fékk RB Leipzig í heimsókn og vann 3-1 sigur eftir að hafa lent undir. Werder Bremen vann Wolfsburg 2-1 en sigurmarkið skoraði Mbangula á 94. mínútu.

Union Berlin 2 - 2 Bayern
1-0 Danilho Doekhi ('27 )
1-1 Luis Diaz ('38 )
2-1 Danilho Doekhi ('83 )
2-2 Harry Kane ('90 )

Hoffenheim 3 - 1 RB Leipzig
0-1 Yan Diomande ('9 )
1-1 Albian Hajdari ('20 )
2-1 Tim Lemperle ('38 )
3-1 Grischa Promel ('79 )

Bayer 6 - 0 Heidenheim
1-0 Patrik Schick ('2 )
2-0 Jonas Hofmann ('16 )
3-0 Patrik Schick ('22 )
4-0 Ernest Poku ('27 )
5-0 Ibrahim Maza ('45 )
6-0 Ibrahim Maza ('53 )

Hamburger 1 - 1 Borussia D.
0-1 Carney Chukwuemeka ('64 )
1-1 Ransford Konigsdorffer ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 16 15 +1 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 18 -5 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner