Miðjumaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson er samningslaus eftir að Fjölnir féll úr Lengjudeildinni.
Kristófer, sem er 20 ára gamall, hefur verið fastamaður á miðjunni hjá Fjölni síðustu ár, leikið 76 leiki og skorað 18 mörk.
Fótbolti.net ræddi stuttlega við Kristófer sem hefur ákveðið að róa á önnur mið.
Kristófer, sem er 20 ára gamall, hefur verið fastamaður á miðjunni hjá Fjölni síðustu ár, leikið 76 leiki og skorað 18 mörk.
Fótbolti.net ræddi stuttlega við Kristófer sem hefur ákveðið að róa á önnur mið.
„Þetta var erfitt sumar fyrir alla í kringum liðið,“ segir hann. „En ég lærði mikið og er stoltur af því hvernig hópurinn barðist allt til enda.“
Samningur hans við Fjölni féll úr gildi við fallið og honum er því frjálst að semja við önnur félög.
„Ég er þakklátur Fjölni fyrir síðustu ár og alla reynsluna þar. Ég er hins vegar staðráðinn í að halda áfram að þróa mig sem leikmann og spila á sem hæsta stigi. Ég mun taka mér smá tíma til að skoða næstu skref.“
Heimildir Fótbolti.net herma að nokkur félög í Lengju- og Bestu deild hafi þegar sýnt Kristófer Degi áhuga. Í íslenska slúðurpakkanum, sem var birtur í síðasta mánuði, var Kristófer Dagur orðaður við HK og ÍR.
Athugasemdir



