Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
laugardagur 6. september
sunnudagur 9. nóvember
Úrvalsdeildin
Crystal Palace - Brighton - 14:00
Man City - Liverpool - 16:30
Brentford - Newcastle - 14:00
Aston Villa - Bournemouth - 14:00
Nott. Forest - Leeds - 14:00
WSL - Women
London City Lionesses W 1 - 0 Tottenham W
West Ham W 0 - 0 Leicester City W
Everton W - Manchester City W - 14:30
Liverpool W 0 - 0 Brighton W
Bundesligan
Freiburg - St. Pauli - 14:30
Stuttgart - Augsburg - 16:30
Eintracht Frankfurt - Mainz - 18:30
Frauen
Carl Zeiss Jena W 1 - 1 Essen W
Werder W - RB Leipzig W - 17:30
Hamburger W - Nurnberg W - 13:00
Koln W - Hoffenheim W - 15:00
Serie A
Atalanta 0 - 1 Sassuolo
Genoa - Fiorentina - 14:00
Inter - Lazio - 19:45
Bologna - Napoli - 14:00
Roma - Udinese - 17:00
Serie A - Women
Ternana W 0 - 3 FC Como W
Lazio W - Napoli W - 14:00
Genoa W - Parma W - 19:30
Eliteserien
Bodö/Glimt - Bryne - 16:00
SK Brann - KFUM Oslo - 16:00
Haugesund - Molde - 18:15
Kristiansund - Stromsgodset - 16:00
Rosenborg - Valerenga - 13:30
Sandefjord - Tromso - 16:00
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi - Spartak - 14:30
Kr. Sovetov 1 - 1 Zenit
Baltica - FK Krasnodar - 16:45
Lokomotiv 0 - 0 Orenburg
La Liga
Valencia - Betis - 17:30
Celta - Barcelona - 20:00
Athletic - Oviedo - 13:00
Vallecano - Real Madrid - 15:15
Mallorca - Getafe - 17:30
Damallsvenskan - Women
Vittsjo W 0 - 0 Vaxjo W
sun 09.nóv 2025 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

UTAN VALLAR: Af hverju er Eyþór Wöhler verðmætari en Kylian Mbappé?

Já þið lásuð rétt. Eyþór Wöhler er verðmætari en Kylian Mbappé. En þá er kannski vert að minnast á smáa letrið. Kylian Mbappé er vissulega verðmætari að markaðsvirði heldur en Eyþór Wöhler. En Eyþór er hins vegar verðmætari í ársreikningi Fylkis en Mbappé í ársreikningi Real Madrid.

Skilyrði fyrir stuðli 5 hjá KSÍ.
Skilyrði fyrir stuðli 5 hjá KSÍ.
Mynd/KSÍ
Kylian Mbappé er núll evru virði í ársreikningi Real Madrid.
Kylian Mbappé er núll evru virði í ársreikningi Real Madrid.
Mynd/EPA
Eyþór Wöhler verður 500 þúsund króna virði í ársreikningi Fylkis fyrir árið 2025.
Eyþór Wöhler verður 500 þúsund króna virði í ársreikningi Fylkis fyrir árið 2025.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler hefur einnig vakið athygli utan vallar sem meðlimur tónlistartvíeykisins HúbbaBúbba.
Eyþór Wöhler hefur einnig vakið athygli utan vallar sem meðlimur tónlistartvíeykisins HúbbaBúbba.
Mynd/Instagram/kristallingason

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Leikmenn af sama meiði
Kylian Mbappé og Eyþór Wöhler eiga það sammerkt að hafa komið á frjálsri sölu til sinna félaga. Samkvæmt reglum UEFA ættu þeir að vera verðmetnir með sama hætti þegar þeir eru eignfærðir í ársreikningum sinna félaga. Svo er hins vegar ekki. Það er sökum þess að KSÍ fær undanþágu frá reglum UEFA sem gerir íslenskum félögum kleift að verðmeta leikmenn með svokölluðu stuðlakerfi.

Reglurnar hjá UEFA
Það er hægt að flokka knattspyrnumenn með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi eru það leikmenn sem eru keyptir. Í öðru lagi eru það leikmenn sem koma á frjálsri sölu. Í þriðja lagi eru það leikmenn sem eru uppaldir. 

Samkvæmt reglum UEFA er einungis hægt að eignfæra leikmenn sem eru keyptir til félags, af því þá liggur einhver kaupfjárhæð að baki. Hinar tvær tegundirnar af leikmönnum, þ.e. leikmenn sem koma á frjálsri sölu og uppaldir leikmenn, eru verðmetnir á núll krónur (eða þann gjaldmiðil sem um ræðir). Því er leikmaður eins og Lamine Yamal verðmetinn á núll evrur í ársreikningi Barcelona þar sem hann er uppalinn og ekkert eiginlegt kaupverð á bakvið hann.

Reglurnar á Íslandi
Í stað þess að fylgja reikningsskilareglum UEFA er notað svokallað stuðlakerfi til þess að verðmeta leikmenn. Stuðlakerfið var upprunalega búið til árið 1990 í öðrum tilgangi, en það var ákveðið að nýta það sem leið til þess að verðmeta leikmenn þegar leyfisreglugerð UEFA var innleidd hjá KSÍ árið 2003.

Íslenskir leikmenn fá stuðul sem getur verið 1, 3, 5, 7 eða 10 út frá nokkrum þáttum eins og aldri, landsleikjum, leikjum í efstu deild og fleira. Skilyrðin fyrir hverjum stuðli eru útlistuð í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

Hvers virði er Kylian Mbappé?
Mbappé kom á frjálsri sölu til Real Madrid sumarið 2024. Þar sem ekkert kaupverð var á bakvið félagaskiptin er hann eignfærður á núll evrur í ársreikningi Real Madrid, þ.e.a.s. verðmæti hans er núll evrur í ársreikningnum. Hann fékk þó vænlega bónusgreiðslu við undirskrift samningsins, en samkvæmt reglum UEFA flokkast slíkar greiðslur sem hlunnindi í rekstrarreikningi og má því ekki eignfæra í efnahagsreikningi.

Hvers virði er Eyþór Wöhler?
Eyþór Wöhler kom einnig á frjálsri sölu til Fylkis í byrjun árs. Eyþór er fæddur árið 2002 og er því 23 ára gamall. Hann hefur spilað 5 leiki fyrir U21 landsliðið og er með fleiri en 40 leiki í 0. deild. Til leikja í 0. deild teljast leikir í efstu deild, aðalkeppni bikarkeppninnar og leikir í Evrópukeppnum félagsliða. Eyþór fær því stuðulinn 5 og hann er svo margfaldaður með stuðlaverðinu sem eru hundrað þúsund krónur. Virði hans samkvæmt stuðlakerfinu er því 500 þúsund krónur og það er sú fjárhæð sem hann verður eignfærður á í ársreikningi Fylkis fyrir árið 2025.


Athugasemdir
banner