Hollendingurinn Xavi Simons hefur verið langt undir væntingum það sem af er með Tottenham.
Hann var keyptur til Tottenham frá RB Leipzig núna í sumar fyrir 65 milljónir evra. Simons er 22 ára fyrrum undrabarn sem átti góðan tíma með Leipzig.
Hann var keyptur til Tottenham frá RB Leipzig núna í sumar fyrir 65 milljónir evra. Simons er 22 ára fyrrum undrabarn sem átti góðan tíma með Leipzig.
En í 13 leikjum með Tottenham hefur hann aðeins komið að tveimur mörkum og hefur frammistaða hans ekki verið ýkja merkileg.
„Í körfuboltanum á Íslandi er oft talað um 'you go airport' lista (erlendir leikmenn sem eru sendir heim af því þeir eru ekki nógu góðir). Xavi Simons væri á þeim lista ef hann væri í íslenskum körfubolta," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu.
En sem betur fer fyrir Simons hefur hann meiri tíma en erlendir körfuboltamenn á Íslandi, það er meiri þolinmæði í enska boltanum. Hann þarf samt sem áður að fara að sýna eitthvað fljótlega því annars verða stuðningsmenn Tottenham ekkert sérlega glaðir.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir




