Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   mán 10. nóvember 2025 10:00
Kári Snorrason
Rooney: Xhaka eflaust kaup tímabilsins
Mynd: Sunderland

Granit Xhaka hefur verið máttarstólpur í liði Sunderland, sem hefur byrjað tímabilið frábærlega. Liðið situr nú í fjórða sæti eftir ellefu umferðir með 19 stig. 

Hann mætti sínum fyrrum félögum í Arsenal um helgina þar sem að liðin skildu jöfn að í spennandi leik.

Xhaka, sem er fyrirliði Sunderland, hefur leikið hverja einustu mínútu í deildarleikjum liðsins, skorað eitt mark og lagt upp þrjú.


Það er ekki hægt að segja annað en að sá svissneski leiði með fordæmi en hann er hæstur í liðinu í stoðsendingum, sköpuðum marktækifærum, snertingum, heppnuðum sendingum, unnum einvígum, heppnuðum tæklingum og hlaupavegalengd.

Wayne Rooney sagði í þættinum sínum The Wayne Rooney Show að hann hefði haft vissar efasemdir um leikmanninn þegar fyrir tímabil en hann hefur verið fljótur að þagga niður í efasemdaröddum og segir hann líklegast kaup tímabilsins. Miðjumaðurinn gekk til liðs við Sunderland í sumar frá Bayer Leverkusen fyrir 13 milljónir punda.

„Sunderland er líka með mjög ungt lið. Hann er næstum eins og föðurímynd fyrir hópinn og hefur líklegast verið mikill stuðningur fyrir þjálfarann sem fyrirliði og verið viss tengiliður milli hans og leikmannanna. Ásamt því getur hann miðlað sinni gífurlegu reynslu,“ sagði Rooney.


Athugasemdir
banner
banner
banner