Vladimir Tufegzic hefur spilað með Vestra undanfarin ár en hann ætlar að færa sig um set í vetur og flytja á höfuðborgarsvæðið.
Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.
Hann er 34 ára Serbi, sóknarmaður, og ætlar sér að halda áfram að spila.
Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.
Hann er 34 ára Serbi, sóknarmaður, og ætlar sér að halda áfram að spila.
Hann kom fyrst til Íslands árið 2015 og lék þá með Víkingi. Næst fór hann í KA, svo Grindavík og samdi svo við Vestra fyrir tímabilið 2020, skoraði 10 mörk þegar liðið fór upp úr Lengjudeidinni 2023 og varð bikarmeistari með liðinu í sumar.
Hann hefur skorað 66 mörk í 253 KSÍ leikjum.
Athugasemdir



