Sandra María Jessen hefur verið að spila vel fyriir Köln að undanförnu en hún lagði upp sigurmark liðsiins gegn Hoffenheim í þýsku deildinni í dag.
Pauline Bremer skoraði eina mark liðsins þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma eftir sendingu frá Söndru. Sandra hefur skorað sjö mörk og lagt upp eitt í ellefu leikjum. Köln er í 7. sæti með 14 stig eftir tíu umferðir.
Pauline Bremer skoraði eina mark liðsins þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma eftir sendingu frá Söndru. Sandra hefur skorað sjö mörk og lagt upp eitt í ellefu leikjum. Köln er í 7. sæti með 14 stig eftir tíu umferðir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði 64 mínútur þegar RB Leipzig tapaði 2-1 gegn Werder Bremen. Leipzig er í 9. sæti með 13 stig.
Melkorka Kristín Jónsdóttir skoraði mark B93 í 1-1 jafntefli gegn Osterbro í dönsku B-deildinni. B93 er með 10 stig í 7. sæti eftir 12 umferðir.
Hlín Eiríksdóttir spilaði 75 mínútur þegar Leicester gerði 1-1 jafntefli gegn West Ham í ensku deildinni. Leicester er í 9. sæti með sex stig eftir átta umferðir.
Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði 2-0 gegn Tenerife í spænsku deildinni. Madrid er í 6. sæti með 14 stig eftir tíu umferðir.
Athugasemdir



