Ísabella Sara Tryggvadóttir kom inn á sem varamaður þegar Rosengard vann kærkominn sigur í sænsku deildinni í dag.
Rosengard er ríkjandi deildarmeistari en liðið hefur verið í stórkostlegum vandræðum á tímabilinu. Liðið er í fallsæti með 22 stig eftir 25 umferðir.
Rosengard er ríkjandi deildarmeistari en liðið hefur verið í stórkostlegum vandræðum á tímabilinu. Liðið er í fallsæti með 22 stig eftir 25 umferðir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á þegar Inter gerði 2-2 jafntefli gegn Sassuolo í ítölsku deildinni.
Inter komst í 2-0 en Sassuolo minnkaði muninn fyrir lok fyrri hálfleiks. Jöfnunarmarkið kom síðan þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Inter er í 6. sæti með sex stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir



