Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay er tilbúinn að hjálpa brasilíska félaginu Corinthians í fjárhagsvandræðum.
Corinthians er með miklar skuldir og hefur félaginu gengið illa að borga laun undanfarið. Samningur Memphis við félagið hefur ekkert verið að hjálpa til við stöðuna.
Corinthians er með miklar skuldir og hefur félaginu gengið illa að borga laun undanfarið. Samningur Memphis við félagið hefur ekkert verið að hjálpa til við stöðuna.
Memphis er með allt að 19 milljónir evra í laun á ári frá félaginu en ofan á það hefur hann verið með svítu á einu flottasta hóteli Brasilíu inn í samningi sínum.
Corinthians hefur verið að borga 40 þúsund evrur á mánuði eða um 5,8 milljónir íslenskra króna fyrir hótelgistingu Memphis.
Memphis hefur boðist til að hjálpa félaginu með því að gista annars staðar en hann er mikið í sviðsljósinu í Brasilíu enda skrautlegur karakter.
Athugasemdir



