Stjarnan hlustar núna á tilboð í Adolf Daða Birgisson eftir að félagið krækti í Birni Snæ Ingason frá KA. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
Adolf Daði er 21 árs gamall og spilar á kantinum. Hann getur líka leyst aðrar stöður framarlega á vellinum.
Adolf Daði er 21 árs gamall og spilar á kantinum. Hann getur líka leyst aðrar stöður framarlega á vellinum.
Í sumar spilaði hann 17 leiki í Bestu deildinni og skoraði hann í þeim eitt mark. Hann gerði þá eitt mark í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.
Adolf Daði á að baki þrjá leiki með U21 landsliði Íslands og þá spilaði hann 13 leiki með U19 landsliðinu og fór með því liði á lokakeppni Evrópumótsins.
ÍA reyndi fyrir nýliðið tímabil að kaupa Adolf Daða og spurning hvort þeir reyni aftur núna.
Athugasemdir





