Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hutton segir Grealish 80 milljón punda virði
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Alan Hutton, fyrrum liðsfélagi Jack Grealish hjá Aston Villa, hefur mikla trú á leikmanninum.

Grealish hefur verið frábær í fallbaráttuliði Aston Villa í vetur og það eru ansi miklar líkur á því að hann spili í betra liði á næsta tímabili.

Grealish, sem er 24 ára, er sagður ofarlega á óskalista Manchester United, en talað hefur verið um að Aston Villa sé búið að skella 80 milljón punda verðmiða á hann. Hutton telur að Grealish sé alveg þess virði.

„Auðvitað er þetta risastór verðmiði, en að mínu mati er hann þessi virði. Hann er það góður," sagði Hutton við Football Insider.

„Hann breytir leikjum og ég tel að hann yrði framúrskarandi í topp fjögur liði."
Athugasemdir
banner
banner