Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. maí 2020 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu ár frá mögnuðu afreki Mourinho og Inter: Þetta er mitt fólk
Mourinho vann þrennuna með Inter.
Mourinho vann þrennuna með Inter.
Mynd: Getty Images
Tíu ár eru liðin frá því að Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs í Meistaradeild Evrópu, ítölsku úrvalsdeildinni og ítalska bikarnum.

Mourinho viðurkennir að hafa stundum verið hundleiðinlegur við leikmenn sína fyrir tímabilið magnaða.

Í viðtali við Gazzetta dello Sport sagði Mourinho: „Ég er aldrei falskur, ég er ég og það er þannig. Ég var stundum hundleiðinlegur, en það er ég."

Mourinho bendir á eitt sérstakt dæmi, eftir 3-1 tap gegn Atalanta í janúar 2009. „Eftir tapið gegn Atalanta var ég mjög ofbeldisfullur gagnvart leikmönnunum. Ég skildi það eftir á að ég hafði sært leikmennina og ég baðst afsökunar."

Mourinho, sem stýrir í dag Tottenham, segist sjaldan hafa liðið betur en hjá Inter. „Ég var vanur að hugsa alltaf um mig fyrst og svo aðra. Það var aldrei þannig hjá Inter. Í fjölskyldu, þegar þú verður faðir þá áttarðu þig á því að einhver er mikilvægari en þú."

„Við höldum enn sambandi tíu árum síðar. Ég talaði við Alessio, bílstjóra minn frá tíma hjá Inter, um daginn. Hvar gerist það annars staðar að þjálfari talar enn við fyrrum bílstjóra sinn tíu árum síðar? Hvergi. Það var Inter fyrir mig. Þetta er mitt fólk," sagði Mourinho.


Athugasemdir
banner