Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Nokkuð ljóst að Hamar fer með KH í átta-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
SR 0 - 4 KH
0-1 Sigfús Kjalar Árnason ('3)
0-2 Sigfús Kjalar Árnason ('26)
0-3 Jóhann Hrafn Jóhannsson ('55)
0-4 Jón Arnar Stefánsson ('82)

Það fór einn leikur fram í 4. deild karla í kvöld. SR tók á móti KH í toppbaráttuslag í B-riðlinum.

KH byrjaði leikinn vel og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þrjár mínútur. Markið gerði Sigfús Kjalar Árnason og var hann aftur á ferðinni um miðbik fyrri hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Jóhann Hrafn Jóhannsson þriðja mark KH og rak Jón Arnar Stefánsson síðasta naglann í kistu SR þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 0-4 og er KH á toppnum með 31 stig, taplaust. SR er í þriðja sæti og er búið að missa af lestinni. Liðið er 11 stigum á eftir Hamri og nokkuð ljóst að KH og Hamar fara upp úr þessum riðli, í átta-liða úrslitin; KH er nú þegar öruggt áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner