Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Chelsea fær Lauren James frá Man Utd (Staðfest)
Lauren James í búningi Man Utd.
Lauren James í búningi Man Utd.
Mynd: Getty Images
Chelsea staðfesti í dag að félagið hafi fengið framherjann Lauren James frá Manchester United.

James sem er 19 ára gömul er yngri systir Reece James sem er hægri bakvörður Chelsea og enska landsliðsins. Hún gerir fjögurra ára samning við Chelsea sem eru enskir meistarar.

Hún kom til Man Utd árið 2018 og skoraði 14 mörk þegar liðið vann ensku kvennadeildina á fyrsta tímabilinu. Hún varð svo markahæsti leikmaður liðsins tímabilið þar á eftir.

James var hjá Chelsea þar til hún varð 14 ára er hún gekk til liðs við Arsenal þar sem hún spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn tveimur árum síðar. Hún hefur verið í landsliðshópi Englands en þó ekki enn spilað landsleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner