Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 23. ágúst 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Emery hvetur Mustafi og Elneny til að fara
Shkodran Mustafi.
Shkodran Mustafi.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, vill að varnarmaðurinn Shkodran Mustafi og miðjumaðurinn Mohamed Elneny finni sér ný félög áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar þann 2. september.

Leikmennirnir hafa ekki komið við sögu í fyrstu leikjum tímabilsins og eru ekki í áætlunum Emery.

„Elneny og Mustafi vita stöðu sína í hópnum og ég vil að leikmenn séu ánægðir hér. Ég vil að leikmennirnir séu þátttakendur hér," sagði Elneny.

„Á síðasta ári voru Mustafi og Mo ekki ánægðir þegar þeir voru ekki að spila."

„Ég talaði við þá oft á síðasta tímabili og á undirbúningstímabilinu og ég held að það sé jákvætt fyrir þá að fara í annað félag þar sem þeir geta verið þátttakendur, verið ánægðir og haldið áfram með feril sinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner