Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. september 2019 17:03
Elvar Geir Magnússon
Freyr er á blaði hjá Valsmönnum
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, er á blaði hjá Val samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hefur staðfest að Valur hafi tilkynnt sér að félagið væri að hefja viðræður við annan þjálfara.

Undir stjórn Ólafs varð Valur Íslandsmeistari síðustu tvö ár en yfirstandandi tímabil hefur verið erfitt og liðið er í níunda sæti fyrir lokaumferðina.

Það hefur í talsverðan tíma verið rætt um möguleg þjálfaraskipti hjá Valsmönnum en Heimir Guðjónsson og Ágúst Gylfason eru þeir sem hafa mest verið nefndir.

Freyr er aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins sem er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti á EM 2020.

Sjá einnig:
Íslenskur slúðurpakki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner