Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 23. september 2020 14:05
Magnús Már Einarsson
Burnley að kaupa Harry Wilson frá Liverpool
Burnley er að reyna að kaupa kantmanninn Harry Wilson frá Liverpool á fimmtán milljónir punda.

WIlson var í láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili en Liverpool er til í að selja þennan 23 ára gamla leikmann núna.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fær því meiri samkeppni á kantinum hjá Burnley.

Jóhann verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar en hann meiddist gegn Sheffield United í síðustu viku.

Burnley er einnig a reyna að kaupa miðjumanninn Dale Stephens frá Brighton á eina milljón punda.
Athugasemdir
banner