Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 23. september 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sam Lammers frá PSV til Atalanta (Staðfest)
Lammers er mættur til Atalanta
Lammers er mættur til Atalanta
Mynd: Atalanta
Atalanta hefur gengið frá kaupum á Sam Lammers frá PSV. Lammers kostar Atalanta um 10 milljónir evra.

Hinn 23 ára gamli Lammers átti eftir tvö ár á samningi við PSV. Lammers neitaði framlengingu á núgildandi samningi þar sem hann var ekki lengur fastamaður hjá félaginu.

Lammers er sóknarmaður sem skoraði 16 mörk með Heerenveen þegar hann lék þar að láni á þarsíðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð fékk hann takmarkaðan spilatíma.

Á árunum 2015-2020 lék Sam 20 deildarleiki með PSV og skoraði fjögur mörk.


Athugasemdir
banner