Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Blikar hafa tapað öllum sjö en eygja nú möguleika
Höskuldur Gunnlaugsson og Ólafur Ingi Skúlason á fréttamannafundi í gær.
Höskuldur Gunnlaugsson og Ólafur Ingi Skúlason á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í lokakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið fór stigalaust í gegnum riðil sinn 2023 og tapaði gegn Lausanne í fyrsta leik deildarkeppninnar þetta tímabilið. Samtals er markatalan 5-21.

Veðbankar telja Blika sigurstranglegri gegn finnsku meisturunum í KuPS en liðin eigast við á Laugardalsvelli klukkan 16:45 í dag. Blikar vilja koma sér áfram og eygja möguleika á þremur stigum.

„Þeir eru með mjög öflugt lið og það verður fróðlegt að sjá hvort þeir pressi okkur hátt, þeir eru líkamlega sterkir og vel skipulagðir. Það er ýmislegt sem ber að varast. Við þurfum hinsvegar helst að hugsa um okkur og það sem við erum góðir í," segir Ólafur Ingi Skúlason, sem stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í dag.

„Við ætlum að fara út á völl á morgun og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik og viljum hafa leikinn á okkar forsendum verandi á heimavelli," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.

Leikurinn í dag verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Athugasemdir
banner
banner