Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 08:35
Elvar Geir Magnússon
Freysi býst við partístemningu - Stórt áfall að missa Sævar út
Freyr á heimavelli Brann í Bergen.
Freyr á heimavelli Brann í Bergen.
Mynd: Fótbolti.net - Valur Gunnarsson
Stuðningsmenn norska liðsins Brann bíða spenntir eftir Evrópudeildarleiknum gegn Rangers í dag og það er uppselt á leikinn, sem hefst 16:45 að íslenskum tíma. Freyr Alexandersson, stjóri Brann, býst við skemmtilegu andrúmslofti.

„Það verður partístemning. Rangers hefur verið langt frá sínu besta en nú er kominn nýr stjóri hjá þeim og það lyftir þeim upp," segir Freyr en leikurinn í dag verður fyrsti leikur skoska stórveldisins undir stjórn hins þýska Danny Röhl.

Skoskir fjölmiðlar fjalla vel um komandi leik og meiðsli Sævars Atla Magnússonar fóru ekki framhjá þeim. Talað er um mikið áfall fyrir Brann að Sævar meiddist í landsleikjaglugganum enda er hann búinn að skora sex Evrópumörk í sjö leikjum á tímabilinu.

„Við munum sækja á þá en þurfum að fara varlega. Sóknarleikur er helsti styrkleiki Rangers að mínu mati. Við megum ekki opna okkur of mikið en við erum á heimavelli svo við þurfum að sækja," segir Freyr.

Röhl ræddi einnig við fjölmiðla og segir að Brann sé vel skipulagt lið sem spili af ákefð og sé gott í pressu.
Athugasemdir
banner
banner
banner