Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   fim 23. október 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Ólafur Ingi stýrir Blikum í fyrsta sinn
Breiðablik mætir finnsku meisturunum
Breiðablik mætir finnsku meisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir finnsku meisturunum í KuPS í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Laugardalsvelli klukkan 16:45 í dag.

Ólafur Ingi Skúlason mun stýra Blikum í fyrsta sinn, en hann tók við liðinu af Halldóri Árnasyni sem var látinn taka poka sinn aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa gert langtímasamning við félagið.

Frumraun Ólafs er á hans gamla vinnustað, Laugardalsvelli, en hann þjálfaði áður yngri landslið Íslands við góðan orðstír.

Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í keppninni fyrir svissneska liðinu Lausanne Sport, en mæta nú finnsku meisturunum í KuPS, sem eru líklegir til þess að verja titilinn í ár.

KuPS er með fjögurra stiga forystu á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir af finnsku deildinni.

Leikur dagsins:
16:45 Breiðablik-KuPS Kuopio (Laugardalsvöllur)
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner