Jonny Heitinga, þjálfari Ajax, er ekkert að eiga neina draumabyrjun á aðalþjálfaraferli sínum, en hún er nokkuð svipuð byrjun fótboltaferil kappans.
Heitinga var aðstoðarmaður Arne Slot er Liverpool varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð en yfirgaf félagið til að gerast aðalþjálfari Ajax.
Þetta var í fyrsta sinn sem hann er ráðinn til frambúðar sem aðalþjálfari en árið 2023 tók hann tímabundið við Ajax eftir að Alfred Schreuder var rekinn.
Ajax, sem er eitt stærsta félag Hollands, hefur unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað einum í hollensku deildinni, en tapað öllum þremur Meistaradeildarleikjum sínum.
Þriðja tapið í Meistaradeildinni kom gegn Chelsea á Stamford Bridge en enska liðið skoraði fimm gegn því hollenska.
Heitinga setti óeftirsóknarvert met í leiknum, en hann er fyrsta manneskjan til að tapa fyrstu þremur leikjunum í Meistaradeildinni sem þjálfari og leikmaður.
Hollendingurinn lék sína fyrstu Meistaradeildarleiki með Ajax tímabilið 2003-2004, en liðið tapaði fimm leikjum í röð með hann í liðinu.
0 - John Heitinga is the first person in UEFA Champions League history to lose his first three games with a club both as a player and as a manager, losing his first five as a player with Ajax in 2003-04 and his first three with them as a manager in 2025-26. Mismatch. pic.twitter.com/xwQJ7tKZHt
— OptaJohan (@OptaJohan) October 22, 2025
Athugasemdir