Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   mið 23. nóvember 2022 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að ríða Króötum í næsta leik - „Svo einfalt er það"
John Herdman tekur ræðuna eftir leik
John Herdman tekur ræðuna eftir leik
Mynd: EPA
John Herdman, þjálfari Kanada, var ekkert að tala í kringum hlutina eftir 1-0 tapið gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld.

Leikmenn Kanada spiluðu frábærlega gegn Belgíu en náðu ekki að nýta góð færi.

Liðið hefði hæglega getað fengið þrjár vítaspyrnur í leiknum en þurftu að sætta sig við eina — sem Alphonso Davies tókst ekki að nýta.

Eftir leikinn vildi Herdman hrósa liðinu fyrir góðan leik. Ræðan hans var öflug en hann var kannski einum of æstur.

„Ég sagði við strákana að þeir ættu heima á þessu sviði og að við ætluðum að fara í næsta leik og R' Króötum. Það er svo einfalt,“ sagði Herdman eftir leikinn. Hann sagði vissulega bara einn bókstaf á ensku og var það stafurinn F, en það er nokkuð ljóst hvað hann meinti með því og verður það svo enn augljósara með myndbandinu þar sem hann tekur ræðuna en viðtalið og myndband af ræðunni má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner