Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. febrúar 2020 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kári Árna: Giroud myndi spila alla leiki ef ég væri stjóri
Kári í baráttu við Giroud.
Kári í baráttu við Giroud.
Mynd: Guðmundur Karl
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að Olivier Giroud, framherji franska landsliðsins og Chelsea, sé vanmetnasti leikmaður sem hann hefur mætt.

Kári hefur mætt Giroud nokkrum sinnum undanfarin ár og segir mjög erfitt að eiga við hann.

„Þetta er geggjaður leikmaður. Í einnar snertingar bolta eru fáir betri en hann. Hann myndi spila hjá mér alla leiki ef ég væri stjóri. Það eru svo mikil gæði í snertingunum hjá honum. Hann setur boltann alltaf í hlaupaleiðirnar og er uppspilspunktur," sagði Kári í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

Giroud fékk langþráð tækifæri í liði Chelsea gegn Tottenham um helgina en hann skoraði eitt mark og átti þátt í öðru í 2-1 sigri.

Freyr Alexandersson og Eiður Smári Guðjohnsen hrósuðu Giroud einnig í hástert í þættinum „Á vellinum" hjá Símanum í gær.

Kári klár í slaginn - Gestur vikunnar í útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner
banner
banner