Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 24. febrúar 2021 06:00
Magnús Már Einarsson
Hamar fær tvo nýja leikmenn (Staðfest)
Mynd: Hamar
Hamar hefur fengið Kristján Marko Stosic og Aðalgeir Friðriksson til liðs við sig.

Marko er 22 ára miðjumaður er að koma aftur "heim" í Hamar frá Þrótti Vogum þar sem hann spilaði s.l tímabil.

Aðalgeir er 20 ára varnarmaður sem kemur frá Vængjum Júpíters.

Þeir hafa báðir spilað í þeim æfingaleikjum sem Hamar hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hamar vann Álafoss 2-0 og Ísbjörninn 4-2 á dögunum.

Hamar fór í undanúrslit í 4. deildinni í fyrra en þar tapaði liðið gegn KFS í baráttu um að komast upp.
Athugasemdir
banner