Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 24. febrúar 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Foden reyndist hetja Man City

Bournemouth 0 - 1 Manchester City
0-1 Phil Foden ('24 )


Phil Foden var hetja Manchester City þegar liðið lagði Bournemouth á útivelli í kvöld.

Foden skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Erling Haaland sem Beto markvörður Bournemouth varði út í teiginn.

Dominic Solanke var nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik þegar hann átti skalla að marki en Ederson náði að bjarga á marklínu.

Enes Unal kom inn á sem varamaður og hefði getað tryggt Bournemouth stig á lokamínútu venjulegs leiktíma en boltinn fór rétt framhjá markinu.

Bournemouth var líklegri aðilinn í uppbótatímanum og Solanke fékk síðasta færið þegar hann átti bakfallsspyrnu en hann hitti boltann illa og hann fór vel framhjá markinu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner