Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning við bandaríska félagið Los Angeles FC en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.
Giroud, sem er kominn á síðustu ár ferilsins, er á mála hjá AC Milan en hann verður samningslaus í sumar.
Frakkinn ætlar að taka eitt ævintýri í viðbót áður en hann leggur skóna á hilluna en hann hefur nú formlega skrifað undir samning hjá LAFC.
Þessi 37 ára gamli framherji mun ekki ganga í raðir félagsins fyrr en í júní og gildir samningurinn út 2025.
Giroud er markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins og skoraði þá tæplega 200 mörk með Arsenal, Chelsea og Milan á ferli sínum.
?????????????? Olivier Giroud signs contracts as new LAFC player, ready for MLS new chapter after verbal agreement reached in March!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024
Contract until December 2025 set to be sealed in the next hours.
Giroud will leave AC Milan as free agent.
Here we go, confirmed ???????????? pic.twitter.com/3vvpF2GH3h
Athugasemdir