Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Giroud búinn að skrifa undir í Bandaríkjunum
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning við bandaríska félagið Los Angeles FC en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Giroud, sem er kominn á síðustu ár ferilsins, er á mála hjá AC Milan en hann verður samningslaus í sumar.

Frakkinn ætlar að taka eitt ævintýri í viðbót áður en hann leggur skóna á hilluna en hann hefur nú formlega skrifað undir samning hjá LAFC.

Þessi 37 ára gamli framherji mun ekki ganga í raðir félagsins fyrr en í júní og gildir samningurinn út 2025.

Giroud er markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins og skoraði þá tæplega 200 mörk með Arsenal, Chelsea og Milan á ferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner