Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inkasso: Þriðja tap Þórsara í Ólafsvík í röð
Mikil dramatík á Vivaldivellinum
Ólsarar fagna fyrsta marki sínu í kvöld.
Ólsarar fagna fyrsta marki sínu í kvöld.
Mynd: @vikingurol
Tveir leikir fóru fram í Inkasso deild karla í kvöld. Víkingum og Þórsörum hefur báðum verið spáð góðu gengi í sumar og mættust liðin á Ólafsvíkurvelli.

Ólafsvíkingar hafa unnið síðustu tvo heimaleiki sína gegn Þórsörum og kom síðasti sigur Þórsara í Ólafsvík árið 2012. Ólsarar unnu einnig báða leiki liðanna í Inkasso deildinni í fyrra.

Ólsarar byrjuðu vel og skoraði Jacob Andersen mark á áttundu mínútu eftir hornspyrnu. Á 20. mínútu fékk Þór tækifæri til þess að jafna en Nacho Gil brást bogalistin og skaut framhjá. Tuttugu mínútum seinna fengu Ólsarar vítaspyrnu sem Harley Willard skoraði úr.

Þórsarar reyndu að minnka forskotið í seinni hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið. Góður sigur Ólsara í höfn og annað tap Þórsara í röð í deildinni staðreynd.

Á Vivaldi vellinum tók Grótta á móti Leikni. Leikurinn byrjaði gífurlega fjörlega líkt og í síðasta leik Gróttu á Akureyri. Leiknismenn skoruðu tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins og þannig var staðan í hálfleik.

Stefán Árni Geirsson kom Leikni í 0-3 á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Grótta vaknaði heldur betur við þetta og minnkaði muninn á 60. mínútu. Pétur Theódór minnkaði svo muninn enn frekar fyrir Gróttu þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Grótta hélt áfram en varð fyrir áfalli rétt fyrir leikslok þegar Bjarki Leósson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Rétt áður varði Eyjó í markinu hjá Leikni glæsilega frá Pétri og bjargaði marki.

Leiknir hélt út og er aftur komið á sigurbraut eftir tvö töp í röð.

Víkingur Ó. 2 - 0 Þór
1-0 Jacob Andersen ('8)
1-0 Nacho Gil ('20, misnotað víti)
2-0 Harley Willard ('40)
Lestu meira um leikinn hér.

Grótta 2 - 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('1)
0-2 Ígnacio Heras Anglada ('3)
0-3 Stefán Árni Geirsson ('46)
1-3 Óliver Dagur Thorlacius ('60)
2-3 Pétur Theódór Árnason ('77)
Rautt spjald: Bjarki Leósson, Grótta ('87)
Lestu meira um leikinn hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner