Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   fös 24. maí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Sjö lið enn að berjast á lokadeginum
Síðasta umferð tímabilsins á Ítalíu fer fram um helgina og er gríðarleg eftirvænting þar sem enn er hart barist um mikilvæg sæti.

Juventus er búið að tryggja sér titilinn, en það eru þrjú lið að berjast um tvö Meistaradeildarsæti og fjögur lið í fallhættu.

Fallin lið Frosinone og Chievo eigast við í fyrsta leik helgarinnar, áður en Bologna mætir Napoli í hörkuleik. Bologna hefur verið að gera góða hluti undir stjórn Sinisa Mihajlovic og er liðið búið að bjarga sér frá falli. Napoli er öruggt í öðru sæti.

Á sunnudaginn berjast Torino og Lazio um sjöunda sæti deildarinnar í innbyrðisviðureign áður en Sampdoria mætir Juventus í þýðingarlitlum leik.

Síðustu sex leikir tímabilsins fara svo af stað samtímis á sunnudagskvöldið og verða þrír þeirra sýndir beint. Þar er áhugaverðast að fylgjast með viðureign Inter og Empoli, sem eru bæði að berjast fyrir lífi sínu. Inter í Meistaradeildinni og Empoli í Serie A.

Nágrannaliðin Atalanta og AC Milan eru í baráttu um Meistaradeildarsæti og eiga leiki við Sassuolo og Spal í beinni útsendingu.

Það eru miklir baráttuleikir sem verða ekki sýndir beint hér á landi. Einn þeirra er á milli Fiorentina og Genoa, þar sem Fiorentina getur fallið úr Serie A í fyrsta sinn síðan 2002. Genoa þarf helst sigur til að bjarga sér en gæti nægt jafntefli ef Empoli fær ekki stig gegn Inter.

Cagliari og Udinese eigast þá við. Udinese er enn í fallhættu og hefur Emil Hallfreðsson komið við sögu í tveimur af síðustu þremur leikjum liðsins.

Að lokum er viðureign Roma og Parma á dagskrá. Rómverjar eru búnir að missa af Meistaradeildarsæti á markatölu og nýliðar Parma búnir að bjarga sér frá falli.

Laugardagur:
16:00 Frosinone - Chievo
18:30 Bologna - Napoli (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
13:00 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 3)
16:00 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
18:30 Atalanta - Sassuolo (Stöð 2 Sport 2)
18:30 SPAL - AC Milan (Stöð 2 Sport 3)
18:30 Inter - Empoli (Stöð 2 Sport 5)
18.30 Fiorentina - Genoa
18:30 Cagliari - Udinese
18:30 Roma - Parma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner