Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 11:24
Arnar Daði Arnarsson
Jonas Lössl í Everton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Danski markvörðurinn Jonas Lössl hefur gengið í raðir Everton frá Huddersfield.

Lössl hefur skrifað undir þriggja ára samning við Everton sem gildir til ársins 2022.

Sá danski lék 31 leik með Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð þar sem félagið reið ekki feitum hesti og endaði á botni deildarinnar með aðeins 16 stig. Hann lék tvö tímabil með Huddersfield í úrvalsdeildinni, það fyrra á láni frá þýska félaginu Mainz.

Þar áður hafði hann leikið með Guingamp og Midtjylland í heimalandi sínu.

Lössl er hugsaður sem varaskeifa fyrir Jordan Pickford, aðalmarkvörð Everton.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner