Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marcello Lippi aftur til Kína (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Marcello Lippi er tekinn við Kína í annað sinn eftir að hafa verið látinn fara eftir slæmt gengi í Asíubikarnum í janúar.

Lippi stýrði landsliðinu í tvö og hálft ár og tók samlandi hans Fabio Cannavaro við. Hann gat þó ekki haldið áfram með landsliðið því hann er einnig þjálfari Guangzhou Evergrande og ætlar að einbeita sér að félagsliðinu.

Lippi er 71 árs gamall og vann HM með Ítalíu 2006 auk þess að hafa unnið til titla með Juventus og Guangzhou Evergrande á þjálfaraferlinum. Þá hefur Lippi einnig stýrt Napoli og Inter meðal annars.

Lippi vann 13 leiki, gerði 8 jafntefli og tapaði 11 á tíma sínum við stjórnvölinn hjá Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner