Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. maí 2020 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Forseti La Liga stefnir á 11. júní - Borgarslagur í fyrsta leik
Javier Tebas
Javier Tebas
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, segir að stefnan sé að spila fyrsta leik þann 11. júní næstkomandi.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá því í gær að fótboltinn gæti farið aftur af stað þann 8. júní og það yrði að spila fyrir luktum dyrum.

Forseti deildarinnar er nú að stefna á að fyrsti leikurinn verði þann 11. júní.

Real Betis og Sevilla myndu þá mætast í borgarslag en leikurinn yrði tileinkaður öllum þeim sem hafa dáið af völdum veirunnar.

„Það er möguleiki á því að við spilum þann 11. júní og það yrði einstakur leikur sem verður tileinkaður öllum þeim sem hafa dáið af völdum veirunnar. Ég vonast til þess að staðfesta þessa dagsetningu og að þetta yrði borgarslagurinn í Seville," sagði Tebas.
Athugasemdir
banner
banner